top of page

Nú líður að jólum og eins og venjulega litast skólastarfið töluvert af þeim. Nemendum sem vilja býðst að hafa verkefnið jólategt eða að smíða jólagjafir, en það er ekki skylda. Annars er aðaláhersla lögð á skapandi hönnun og að beita sem flestum verkfærum á réttan hátt.

instagram_untitled.jpg

Í byrjun nýs árs var fjárfest all hressilega í smíðastofunni.  Keyptur var í lok janúar 2019 þrívíddarfræsari, einskonar prentari sem getur fræst í tré eða önnur efni eftir rafrænum teikningum og þannir skorið út nánast hvað sem er. Sem sagt: einskonar þrívíddarprentari. Síðustu daga höfum við lhamast við að læra á tilheyrandi hugbúnað sem keyrir vélina. Jafnframt höfum við verið aðleita að tiekniforriti sem hentaði nemendum þar sem sá hugbúnaður sem fylgdi með hafði ekki notendavænt viðmót.Nú er hann fundinn og tæknimenn búnir að aðlaga hann að forriti fræsarans og allt farið að virka. Framundan eru svo strangar æfingar og tilraunir áður en nemendur fá að reyna sig við gripinn sem verður vonandi fljótlega.

Mögulegt er síðar meir að bæta enn einni vídd við tækið með því að setja undir þa rennibekk sem getur snúið viðfangsefninu á meðan unnið er.

Hér má sjá fyrsta verkefnið, Húsgafl sem vélin skilaði tilbúnum með tveim gluggum og dyrum.

Nýji fræsarinn klár.jpg

Í dag, 30.08.2018 var hafist handa við kartöfluuppskeru. Í vor var tekin upp sú nýbreytni að garðurinn var ekki tættur. Það hefur oft verið illframkvæmanlegt vegna bleytu, þess í stað var ekið í hann nýrri mold og hann hækkaður upp úr grunnvatninu. Afleiðingin var sú að núna var tekið upp í  fullar hjólbörur þar sem áður fékkst í hálfa fötu. Það stefnir því í margfalt uppskerumet í ár. Hugmynd hefur komið fram um að 10. bekkur selji hluta uppskerunnar til fjáröflunar í ferðasjóð. Afgangurinn fer í mötuneytið.

IMG_0054.jpg
bottom of page